Níu manns látnir í Suðurríkjunum

Mikil flóð eru í Suðurríkjum Bandaríkjanna vegna rigninga. Níu hafa …
Mikil flóð eru í Suðurríkjum Bandaríkjanna vegna rigninga. Níu hafa látist. Reuters

Íbúahverfi, skólar og jafnvel skemmtigarðurinn Sex Flags í Georgíu eru nú að miklu leyti undir nokkurra metra djúpu vatni. Níu manns hið minnsta hafa látið lífið í fylkinu en þar hafa verið miklar rigningar undanfarna daga. Óveðrinu virðist nú vera að linna.

Í Tennessee er enn leitað að manni sem hefur ekki komið í ljós eftir að hann stökk út í iðandi strauminn sem hluta af veðmáli. Bátar og trukkar fluttu um 120 manns burtu frá elliheimili á svæðinu og hundruðir annarra voru ferjaðir til þurra svæða.

Mörg hundruð manns í Georgíu leituðu skjóls í neyðarskýlum en yfirvöld reyndu að hreinsa og laga vegi og brýr sem eyðlögðust í rigningunum.

Yfirvöld telja að tjónið nemi hundruðum milljóna dala.

Vitað er af níu manns sem hafa látið lífið, þar á meðal smábarn sem vatnsflaumurinn hrifsaði úr örmum föður síns og fjórtán ára gamall drengur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert