Bandarísk kona sem uppgötvaði að fóstrið sem hafði verið komið fyrir í henni eftir glasafrjóvgun, tilheyrði fyrir mistök öðru pari, hefur ákveðið að gefa barnið líffræðilegum foreldrum sínum.
Það var eiginmaður hinnar fertugu Carolyn Savage sem færði henni fréttirnar, eftir að hafa fengið símtal frá læknastöðinni.
“Ég hef slæmar fréttir,” sagði hann. “Þú ert ófrísk en þeir settu upp rangt fóstur.” Carolyn var þá komin tvo mánuði á leið og ákvað að ganga með barnið.
Carolyn sem er nú á síðustu vikum meðgöngunnar, segir það liggja í augum uppi að þau muni hugsa daglega til barnsins það sem eftir er. Fyrir eiga hjónin þrjú börn, þar á meðal son sem þau eignuðust með glasafrjóvgun.