Indverskur maður skar úr sér tunguna með rakhníf og dansaði þar til hann fell niður meðvitundarlaus. Var tunguskurðurinn og dansinn gerður til heiðurs Hindu gyðjunni Kali en tunguna lagði hann á altari hennar.
Að sögn lögreglu skar maðurinn Hela af sér tunguna og hóf síðan að dansa þar til hann féll en honum var kom í skyndingu á sjúkrahús og er ástand hans talið alvarlegt.
Hinn þrjátíu og fimm ára gamli Hela er sex barna faðir og vinnur við þrif í skóla.
Hindúar um gjörvallt Indland fagna nú Navatri, níu daga hátíð þar sem kvengyðjurnar eru vegsamaðar, og stórum táknmyndum er komið fyrir í heimahúsum. Síðan er fastað og dansað þar til táknmyndunum er sökkt á kaf í vatn á síðasta degi hátíðarinnar.