Skar af sér tunguna og dansaði

Indland Sólarguði færðar fórnir Indverskar konur og hindúar biðja og …
Indland Sólarguði færðar fórnir Indverskar konur og hindúar biðja og færa guði sólarinnar fórnir áður en þær baða sig í hinu helga fljóti Ganges þar sem það rennur út í Bengalflóa. JAYANTA SHAW

Indverskur maður skar úr sér tunguna með rakhníf og dansaði þar til hann fell niður meðvitundarlaus. Var tunguskurðurinn og dansinn gerður til heiðurs Hindu gyðjunni Kali en tunguna lagði hann á altari hennar.

Að sögn lögreglu skar maðurinn Hela af sér tunguna og hóf síðan að dansa þar til hann féll en honum var kom í skyndingu á sjúkrahús og er ástand hans talið alvarlegt.

Hinn þrjátíu og fimm ára gamli Hela er sex barna faðir og vinnur við þrif í skóla.

Hindúar um gjörvallt Indland fagna nú Navatri, níu daga hátíð þar sem kvengyðjurnar eru vegsamaðar, og stórum táknmyndum er komið fyrir í heimahúsum. Síðan er fastað og dansað þar til táknmyndunum er sökkt á kaf í vatn á síðasta degi hátíðarinnar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert