Dansinn dunar í Havana

Það var líf og fjör á byltingartorginu í Havana á sunnudag þegar hundruð þúsunda manna komu saman á friðartónleikum í borginni. Ætlunin var að sameina brottflutta Kúbverja og heimamenn og þoka málum áfram á þann veg sem stjórnmálamönnum er ekki auðið.

Meðal þeirra sem tróðu upp var poppstjarnan Juanes en alls áttu sex ríki Rómönsku-Ameríku fulltrúa á tónleikunum.

Að beiðni kúbverskra stjórnvalda klæddist stór hluti viðstaddra hvítu en þann skugga bar á gleðina að stjórnin hafði varað andstæðinga sína við því að láta sjá sig á torginu.

Fjöldi kúbverskra andófsmanna studdi þó framtakið þótt þeir telji það gefa til kynna umburðarlyndi sem ekki sé til að dreifa á eyjunni.

Tónlistarmennirnir sem stigu á svið voru margir gagnrýndir.

Juanes var í þeim hópi en brottfluttir Kúbverjar telja þátttöku hans lið í að styðja stjórn sem er ekki réttkjörinn til valda af almenningi.

Poppstjarnan Juanes.
Poppstjarnan Juanes.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert