Lögreglan á Indlandi hefur handtekið tólf verkamenn, en þeir eru grunaðir um að hafa orðið yfirmanni sínum að bana í átökum sem brutust út í bílapartafyrirtæki í suðurhluta Indlands. Átökin eru talin tengjast kjaradeilum.
Maðurinn sem lést var starfsmannastjóri, en þegar ráðist var á hann var hann að reyna að tala við starfsmenn fyrirtækisins sem höfðu verið reknir. Maðurinn hlaut alvarlega höfuðáverka eftir að hafa verið barinn með tréspýtum og járnrörum og lést af sárum sínum á spítala.
Atvikið þykir minna óþyrmilega mikið á uppákomu sem varð fyrir ári þegar yfirmaður í ítalskri bílapartaframleiðslufyrirtæki nærri Delhi, höfuðborg landsins, var barinn til bana af reiðum starfsmönnum fyrirtækisins í framhaldi af uppsögn þeirra.