Gínur beri slæður

Íranska lög­regl­an hef­ur bannað versl­un­ar­eig­end­um að stilla upp gín­um nema þær beri slæður. Þá mega gín­urn­ar ekki sýna út­lín­ur lík­ama. Enn­frem­ur er bannað að hafa til sýn­is þvers­lauf­ur og háls­bindi og karl­mönn­um er strang­lega bannað að selja kven­mannsund­ir­föt.

Bannið er liður í aðgerðum til að draga úr vest­ræn­um áhrif­um í land­inu og styrkja regl­ur um klæðaburð. Mahmoud Ahma­dinejad hef­ur allt frá því hann tók við embætti for­seta Írans árið 2005, bar­ist gegn and-íslamskri hegðun.

Íran­ar sem verða upp­vís­ir að því að klæða sig and­stætt þeim regl­um sem gilda, fá viðvör­un við fyrsta brot. Ef um ít­rekuð brot gegn regl­un­um er að ræða eiga þeir yfir höfði sér ákæru og sér­staka til­sögn í klæðaburði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert