Skotbardagi við landamærastöð

Loka varð einni fjölförnustu landamærastöð á milli Bandaríkjanna og Mexíkó í margar klukkustundir þegar til skotbardaga kom á milli lögreglumanna og manna sem eru grunaðir um mansal.

Fjórir særðust í bardaganum við San Ysidro landamærin. Lögreglumenn beittu skotvopnum til að stöðva þrjár sendibifreiðar sem óku hratt yfir landamærin.

Að sögn yfirvalda var búið að troða um 70 manneskjum inn í bifreiðarnar, en fólkið er grunað um að vera ólöglegir innflytjendur. Fólkið var handtekið.

Glæpagengi nota San Ysidro mikið til að smygla fíkniefnum yfir til landamærin. Þá er einnig mjög mikið um það að fólk reyni að komast ólöglega yfir landamærin til Bandaríkjanna. 

Bandarískir embættismenn segja að skotbardaginn hafi átt sér stað síðdegis í gær þegar hinir grunuðu, sem voru í þremur sendibifreiðum, óku hratt fram hjá landamæravörðum. Landamærastöðin er á milli Tijuana í Mexíkó og San Diego í Bandaríkjunum.

Um 40.000 ökutæki aka í gegnum stöðina áleiðis til Kaliforníu á hverjum degi. Gríðarleg umferðarteppa myndaðist því þegar stöðinni var lokað á meðan málið var rannsakað.

Vörður við San Ysidro landamærastöðina.
Vörður við San Ysidro landamærastöðina. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert