Villtir hundar í Ástralíu

Veiðihundur eltir héra. Ekki kemur fram hverrar tegundar hættulegu hundarnir …
Veiðihundur eltir héra. Ekki kemur fram hverrar tegundar hættulegu hundarnir eru sem hrellt hafa íbúa í Ástralíu. mbl.is

Fólskulegar árásir villtra hunda á mannfólk í óbyggðum nærri borginni Alice Springs í Ástralíu eru til rannsóknar þar í landi. 

Í júlí 2008 fékk Robert Roman hjartaáfall nærri tjaldbúðum frumbyggja í Hidden Valley og meðan hann lá bjargarlaus réðust hundarnir á hann og nörtuðu í hann. Þremur vikum fyrr hafði Michael Anthony Hardy lent í sömu hundum, en þeir átu hluta af hægri fótlegg hans meðan hann lá í áfengisdái. Þetta er haft eftir Jodi Tuman, lögfræðingi hans. 

Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum hefur stafað ógn af villtu hundunum í nærri áratug og eru skráð a.m.k. sex alvarlegar árásir. Þannig réðist hundahópur á konu og slitu af henni stóran hluta af andlitinu á henni, sjö ára strákur hlaut alvarlega áverka þegar hundarnir drógu hann af hjóli sem hann var á auk þess sem hundunum tókst að slíta punginn af karlmanni. 

Haft er eftir Greg Cavanagh líkskoðara að ótrúlegt sé að svona lagað geti gerst í samtímanum í þróuðu landi. „Á 21. öldinni er óásættanlegt að hópur hunda haldi til í ástralskum byggðum og bíti borgarana og misþyrmi því með því að éta hluta af fólki,“ segir hann í samtali við dagblaðið The Australian. 

Cavanagh skoðar nú hvort yfirvöld á staðnum hafi brugðist hlutverki sínu með því að hafa ekki stjórn á hundunum í eyðimerkurtjaldbúðunum sem yfirleitt eru sóðalegir íverustaðir. Íbúar búðanna eru frumbyggjar, en þeir eru meðal fátækustu íbúa landsins. 

Alls eru um 517 þúsund frumbyggjar í Ástralíu. Í þeirra hópi er ungbarnadauði mjög hár, mikið um heilsufarsleg vandamál og sjálfsmorð. Meðal lífaldur frumbyggja í Ástralíu er 17 árum styttri en meðaltalið í Ástralíu allri. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert