Ráðning Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóra, sem ritstjóra Morgunblaðsins hefur vakið athygli erlendis. Fréttavefurinn børsen.dk greinir frá ráðningunni í kvöld undir fyrirsögninni „Forsætisráðherra verður aðalritstjóri“.
Norski viðskiptafréttavefurinn e24.no greinir einnig frá nýjum ritstjórum Morgunblaðsins, þeim Davíð og Haraldi Johannessen, undir fyrirsögninni: „Umdeildur forsætisráðherra verður aðalritstjóri“.
Í fréttum netmiðlanna er starfsferill Davíðs rifjaður upp í stuttu máli. Einnig er greint frá uppsögnum blaðamanna á Morgunblaðinu.