Fagnaði falli kommúnismans

00:00
00:00

Bene­dikt 16. páfi fagnaði falli komm­ún­ism­ans í Aust­ur-Evr­ópu þegar hann kom til Prag í Tékk­land í dag. Páfi hóf í dag þriggja daga heim­sókn sína til Aust­ur-Evr­ópu. Þetta er önn­ur heim­sókn hans til Aust­ur-Evr­ópu.

Koma páfans, sem er leiðtogi róm­versk-kaþólskra, kom til Tékk­lands skömmu áður en Tékk­ar minn­ast 20 ára af­mæl­is Flau­el­is­bylt­ing­ar­inn­ar. Það var friðsöm bylt­ing sem steypti komm­ún­ist­um af stóli í fyrr­um Tékkó­slóvakíu árið 1989.

„Ég tek und­ir þakk­læti ykk­ar og ná­granna ykk­ar fyr­ir að losna und­an þessu kúg­andi stjórn­ar­fari,“ sagði Bene­dikt páfi í ræðu sem hann hélt á flug­vell­in­um við komu sína. Síðar í dag átti páfinn stutt­an fund með Vaclav Havel, fyrr­ver­andi for­seta Tékk­lands og hetju Flau­el­is­bylt­ing­ar­inn­ar 1989.

Vaclav Klaus, for­seti Tékk­lands, bauð páfann vel­kom­inn til lands­ins. Mann­fjöld­inn fagnaði páfa inni­lega þegar hann hóf ræðu sína á skýrri tékk­nesku áður en hann skipti yfir í ensku.

„Hafi fall Berlín­ar­múrs­ins valdið vatna­skil­um í ver­ald­ar­sög­unni þá skipti það enn meira máli fyr­ir lönd­in í Mið- og Aust­ur-Evr­ópu og gerði þeim kleift að gegna rétt­mætri stöðu sinni sem sjálf­stæðir þátt­tak­end­ur í hljóm­kviðu þjóðanna,“ sagði páfinn.

Eft­ir at­höfn­ina á flug­vell­in­um hélt páfinn til kirkju í Prag og var það fyrsti viðkomu­staður hans. Í kvöld hitti hann stjórn­mála­menn, vís­inda­menn og klerka í Prag-kast­ala. Þar sagði páfinn m.a. að tveim­ur ára­tug­um eft­ir að komm­ún­ism­an­um var kollsteypt „haldi lækn­ing­in og end­urupp­bygg­ing­in áfram inn­an... evr­ópskr­ar sam­ein­ing­ar og í sí­fellt hnatt­vædd­ari heimi.“

Páfinn varpaði einnig fram spurn­ing­um um ný­fengið frelsi þjóðanna í Aust­ur-Evr­ópu og því hve frelsið er óaðskilj­an­legt frá sann­leik­an­um sem er „viðmiðun frels­is­ins.“

Mjög var þrengt að starfi kirkj­unn­ar á þeim 40 árum sem komm­ún­ist­ar réðu ríkj­um í Tékkó­slóvakíu. Ein­ung­is þriðjung­ur tékk­nesku þjóðar­inn­ar, sem tel­ur rúm­lega 10 millj­ón­ir manna, kveðst vera trúaður. Í skoðana­könn­un árið 2001 sögðust sex af hverj­um tíu Tékk­um vera trú­laus­ir.

Vaclav Klaus, forseti Tékklands (t.h.) með Benedikt 16. páfa í …
Vaclav Klaus, for­seti Tékk­lands (t.h.) með Bene­dikt 16. páfa í Prag kast­ala í kvöld. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert