Angela Merkel lýsir yfir sigri

Angela Merkel á fundi stuðningsmanna Kristilega demókrataflokksins í Berlín eftir …
Angela Merkel á fundi stuðningsmanna Kristilega demókrataflokksins í Berlín eftir að fyrstu útgönguspár voru birtar. Reuters

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands lýsti yfir sigri í dag, þegar draum­ur henn­ar um banda­lag miðju- og hægrimanna varð að veru­leika í dag, eft­ir að flokk­ur henn­ar Kristi­leg­ir demó­krat­ar vann sig­ur í þýsku kosn­ing­un­um í dag.

„Við höf­um náð því mark­miði okk­ar að ná ör­ugg­um meiri­hluta til mynd­un­ar nýrra rík­is­stjórn­ar,“sagði Merkel yfir sig ánægð við fagn­andi stuðnings­menn sína. „Ég vil vera kansl­ari allra Þjóðverja, svo við get­um komið á um­bót­um í land­inu okk­ar.“

Sam­kvæmt út­göngu­spám, sem sjón­varps­stöðvar birtu síðdeg­is, fær Kristi­legi demó­krata­flokk­ur­inn 33,5% at­kvæða. Jafnaðarmanna­flokk­ur­inn, sem verið hef­ur í stjórn með flokki Merkel, fær 22-23% at­kvæða sam­kvæmt spán­um og gangi þær eft­ir er það versta út­reið sem flokk­ur­inn fær frá lok­um síðari heims­styrj­ald­ar. 

Merkel lýsti því yfir fyr­ir kosn­ing­ar að hún vildi mynda rík­is­stjórn með Frjálsa demó­krata­flokkn­um, FDP, sem er miðflokk­ur en flokk­arn­ir tveir sátu lengi sam­an í rík­is­stjórn á of­an­verðri síðustu öld. Flokk­ur­inn fær um 15% at­kvæða sam­kvæmt spán­um og næg­ir það flokk­un­um tveim­ur til að mynda meiri­hluta á sam­bandsþing­inu í Berlín.  

„Kjós­end­ur hafa talað og niðurstaðan er mik­il von­brigði fyr­ir þýska jafnaðar­menn," sagði Frank-Walter Stein­meier, leiðtogi Jafnaðarmanna­flokks­ins og ut­an­rík­is­ráðherra Þýska­lands. „Þetta er sár ósig­ur."  

Guido Westerwelle, leiðtogi FDP, stefn­ir að því að verða ut­an­rík­is­ráðherra Þýska­lands og varak­ansl­ari.  Gert er ráð fyr­ir að FDP leggi áherslu á skatta­lækk­an­ir til að koma efna­hags­líf­inu af stað að nýju. 

Sam­kvæmt út­göngu­spám fær Die Lin­ke, sem er vinstri­flokk­ur, nærri 13% at­kvæða en Græn­ingj­ar, sem sátu í stjórn með jafnaðarmönn­um í tvö kjör­tíma­bil í byrj­un ald­ar­inn­ar, fá aðeins um 10%. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert