Áttatíu handteknir með fíkniefni

Kannabis
Kannabis

Lögreglan í Hollandi, Belgíu og Lúxemborg hefur handtekið áttatíu manns í fíkniefnaaðgerð sem staðið hefur yfir í fjóra daga. Alls voru gerð upptæk um 10 kg af kókaíni, fimm grömm af heróíni, 22 grömm af hassi og 277 grömm af kannabisefnum.

Áhersla var lögð á landamæri ríkjanna og leitaði lögregla í bifreiðum á hraðbrautum, á farþegum í lestum og í einhverjum byggingum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Flestir voru handteknir í hollensku borgunum Roosendaal, Maastricht, í Antwerpen í Belgíu og tveir voru handteknir í hraðlestinni sem fer á milli Parísar og Brussel.

Að sögn lögreglu er þetta liður í aðgerðum til að stemma stigu við fíkniefnasmygl milli Niðurlanda og Frakklands. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert