Seldu aðgang að 14 ára þroskaheftri stúlku

Lögregla í Malmö í Svíþjóð hefur handtekið þrjár unglingsstúlkur, 17 og 18 ára að aldri, sem eru grunaðar um að látið yfir 100 kalmenn greiða fyrir að beita 14 ára gamla þroskahefta stúlku kynferðislegu ofbeldi.  Mennirnir greiddu eldri stúlkunum með peningum en þær greiddu þeirri yngri með kartöfluflögum og sælgæti.

Sænska blaðið Kvällsposten segir, að stúlkurnar séu taldar hafa aflað yfir 100 þúsund sænskra króna, jafnvirði um 2 milljóna íslenskra króna, með þessum hætti. Lögreglan leitar nú mannanna, sem eiga í hlut en hver þeirra greiddi 500 til 1000 krónur fyrir að eiga mök við ungu stúlkuna. Þá telur lögreglan ekki útilokað að fleiri stúlkur tengist málinu.  

Tvær stúlkur, 17 og 19 ára, voru úrskurðaðar í gæsluvarðhald í gær. Þá var 17 ára stúlka handtekin vegna málsins. Þær hafa allar áður komið við sögu lögreglu. Haft er eftir saksóknurum að ofbeldið gegn stúlkubarninu hafi staðið yfir frá ágúst til desember á síðasta ári. 

Frétt Kvällsposten 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert