Bandarískum hermönnum fækkað í Írak

Bandarískir hermenn í Írak.
Bandarískir hermenn í Írak. Reuters

Bandarísk stjórnvöld hyggjast fækka í bandaríska herliðinu í Írak, eða sem nemur 4.000 hermönnum fyrir októberlok. Þetta kemur fram í vitnisburði yfirmanns Bandaríkjahers í Írak, en hann mun svara spurningum bandarískrar þingnefndar í dag.

Hershöfðinginn Ray Odierno mun greina hermálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings frá því að unnið sé allar bardagasveitir verði farnar frá Írak fyrir septemberlok árið 2010.

„Við erum með um það bil 124.000 hermenn og 11 bardagasveitir starfandi í Írak í dag. Fyrir lok október, þá tel ég að við verðum komnir niður fyrir 120.000 hermenn í Írak, “ segir Odierno í vitnisburðinum, sem Reutersfréttastofan hefur undir höndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert