Fujimori fær fleiri ár

Alberto Fujimori
Alberto Fujimori Reuters

Al­berto Fujimori, fyrr­ver­andi for­seti Perú, sem nú afplán­ar 25 ára dóm fyr­ir mann­rétt­inda­brot var í dag úrk­urðaður auka­lega í sex ára fang­elsi fyr­ir spill­ingu. For­set­inn fyrr­ver­andi sagðist myndu áfrýja dómn­um. Sak­sókn­ari sagði refs­ing­una of milda og að hann myndi einnig áfrýja dómn­um. 

Við byrj­un síðustu rétt­ar­halda af fjór­um fyrr í vik­unni játaði Fujimori, sem er 71 árs, að hafa mútað stjórn­ar­and­stöðuþing­mönn­um, hlerað stjórn­mála­menn og kaup­sýslu­fólk. Fujimori sér nú fram á lífstíðarfang­elsi en hef­ur auk þess verið dæmd­ur til að greiða sem nem­ur 8 millj­ón­um doll­ara til rík­is­ins og eina millj­ón til þeirra 28 stjórn­mála­leiðtoga og blaðamanna sem stjórn hans beindi spjót­um sín­um að. 

Fujimori var í embætti frá 1990-2000. Þegar upp hafði kom­ist um spill­ing­una flúði hann til Jap­an frá Brúnei og sendi svo fax frá Tókíó til að til­kynna um af­sögn sína. Árið 2005 flaug Fujimori til Chile á einkaþotu en var hand­tek­inn þar. Hann var fram­seld­ur til Chile árið 2007. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert