Skó var kastað í Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem hann var á blaðamannafundi í Istanbul en ársfundur sjóðsins verður haldinn í borginni eftir viku. Skórinn lenti ekki í Strauss-Kahn og sá sem honum kastaði var handtekinn.
Blaðamannafundurinn var haldinn í Bilgi háskólanum í Istanbul.
Málið minnir á það þegar íraskur blaðamaður kastaði skóm í átt að George W. Bush, Bandaríkjaforseta, á blaðamannafundi í Bagdad í byrjun ársins. Blaðamaðurinn var nýlega leystur úr haldi en margir múslimar líta á hann sem hetju.