Þjóðverjar íhuga að fjölgun hermanna í Afganistan

Reuters

Þýsk stjórnvöld íhuga nú að fjölga í herliði sínu í Afganistan. Hingað til hafa að hámarki 4.500 þýskir hermenn tekið þátt í fjölþjóðaliði NATO í Afganistan en er búist við að þeim verði fjölgað í sjö þúsund á næstunni. Greint var frá þessu á þýskri útvarpsstöð í morgun.

Fjölgun hermanna verður væntanlega lagt fyrir þýska þingið í desember þegar endurskoðun á þátttöku Þjóðverja í fjölþjóðahernum í Afganistan fer fram. Allir helstu stjórnmálaflokkar Þýskalands, fyrir utan einn, hafa stutt við hernaðinn í Afganistan.

Í skýrslunni sem fjallað var um í útvarpi í morgun kemur fram að ríkisstjórnin telji að með fjölgun hermanna í Afganistan geti styrkt stöðu Þýskalands þegar kemur að alþjóðlegri ráðstefnu sem verður haldin um stöðu mála í Afganistan, rúmum átta árum eftir innrás Bandaríkjamanna. Stefnt er að því að halda ráðstefnuna í febrúar eða mars á næsta ári. Segir í skýrslunni að þar vilji Angela Merkel, kanslari Þýskalands, krefjast þess að stjórnvöld í Afganistan beri meiri ábyrgð á eigin landi.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert