26 þjóðir fordæma hvalveiðar Íslendinga

mbl.is/ÞÖK

Tuttugu og sex þjóðir hafa sent frá sér formleg mótmæli vegna hvalveiða Íslendinga. Bretar, Bandaríkjamenn, Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar eru á meðal þeirra þjóða sem fordæma hvalveiðarnar.

Fram kemur á vef breska dagblaðsins Telegraph að ríkin hafi komið mótmælunum á framfæri við sendiherra Íslands í Bretlandi. Þessi yfirlýsingin muni setja þrýsting á íslensk stjórnvöld, sem vinni nú að því að styrkja laskað hagkerfi landsins með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Þá segir á vef Telegraph að nýverið hafi Íslendingar veitt um 125 langreyði, sem sé meira en Íslendingar hafi veitt samtals frá því bann var lagt á hvalveiðar í atvinnuskyni fyrir rúmum 20 árum. 

Einnig hafi Íslendingar veitt 79 hrefnur. Samtals sé þetta mestu hvalveiðar í Norður-Atlantshafi í áratugi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka