Chicago fallin út

Barack Obama ávarpar fund Alþjóðaólympíunefndarinnar í Bella Center í Kaupmannahöfn …
Barack Obama ávarpar fund Alþjóðaólympíunefndarinnar í Bella Center í Kaupmannahöfn í morgun. Reuters

Chicago féll út í fyrstu umferð kosningar á fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar í Kaupmannahöfn í dag þar sem valin verður sú borg sem heldur ólympíuleikana árið 2016. Tókýó féll út í annarri umferð og verður því kosið á milli Rio de Janiero og Madrid.

Það kom verulega á óvart að Chicago skyldi falla út í fyrstu atkvæðagreiðslunni en Barack Obama, Bandaríkjaforseti, gerði sér sérstaka ferð til Kaupmannahafnar í morgun til að ávarpa fund Alþjóðaólympíunefndarinnar og tala máli borgarinnar.

Jacques Rogge, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, tilkynnti eftir þriðju atkvæðagreiðsluna að niðurstaða væri fengin. Verður hún birt opinberlega um það bil klukkan 16:40 að íslenskum tíma. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert