Kjörstöðum hefur verið lokað á Írlandi, en þar fer nú fram þjóðaratkvæðagreiðsla um Lissabon-sáttmálann, sem kveður á um breytt skipulag og vinnulag í Evrópusambandinu. Brian Cowen, forsætisráðherra landsins, er varfærinn en segist hæfilega bjartsýnn á að sáttmálinn verði samþykktur.
Kjörstaðirnir voru opnir í 15 tíma en þeim lokaði kl. 21 að íslenskum tíma. Talning hefst á morgun og er búist við að niðurstöðurnar liggi fyrir síðdegis.
Írar höfnuðu sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra. Það setti öll 27 aðildarríki ESB í erfiða stöðu, en allar þjóðirnar verða að staðfesta sáttmálann eigi hann að taka gildi.
Þrjár milljónir eru á kjörskrá á Írlandi.
Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum er útlit fyrir að sáttmálinn verði samþykktur.