Ríó fær að halda ólympíuleika

00:00
00:00

Fund­ar­menn á ársþingi Alþjóðaólymp­íu­nefnd­ar­inn­ar í Kaup­manna­höfn völdu borg­ina Rio de Janiero í Bras­il­íu til að halda ólymp­íu­leik­ana árið 2016. Kosið var á milli Ríó og Madri­dar á Spáni en áður höfðu Chicago og Tókýó fallið úr leik.

Jacqu­es Rog­ge, for­seti Alþjóðaólymp­íu­nefnd­ar­inn­ar, opnaði um­slag með nafni borg­ar­inn­ar, sem fékk flest at­kvæði í síðustu at­kvæðagreiðslu fund­ar­manna. Nafn Ríó kom upp úr um­slagi sem Rog­ge opnaði og inni­hélt nafn borg­ar­inn­ar sem varð fyr­ir val­inu.

Mik­il gleði braust út í Bras­il­íu þegar niðurstaðan varð ljós en áður höfðu þúsund­ir manna safn­ast sam­an á Copacabana strönd­inni í Ríó og dansaði þar við sam­ba­tónlist og veifaði fán­um. Bú­ist er við gríðarleg­um mann­fjölda á strönd­inni í kvöld en þar verður gleðskap­ur fram eft­ir nóttu. 

Marg­ir íbú­ar í Ríó von­ast til þess, að lífs­gæði í borg­inni muni batna um­tals­vert þegar borg­ar­yf­ir­völd búa sig und­ir að halda leik­ana. 

Luiz Inácio Lula da Silva, for­seti Bras­il­íu, og  Sergio Ca­bral, rík­is­stjóri Ríó, voru í Bella Center í Kaup­manna­höfn þegar niðurstaðan var kynnt og voru þeir báðir greini­lega mjög hrærðir.  

Hundruð manna fylgdust með því á Copacabana ströndinni í Ríó …
Hundruð manna fylgd­ust með því á Copacabana strönd­inni í Ríó þegar ákvörðun Alþjóðaólymp­íu­nefnd­ar­inn­ar var til­kynnt. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert