67% Íra studdu Lissabon-sáttmálann

Samkvæmt endanlegum niðurstöðum úr þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi um Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins greiddu 67,13% atkvæði með samningnum. 32,87% Íra greiddu atkvæði gegn sáttmálanum.

„Írska þjóðin hefur talað skýrri og hárri röddu," sagði Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér síðdegis. „Þetta er góður dagur fyrir Írland og fyrir Evrópu. Írar hafa sýnt, að framtíð Írlands er best borgið í hópi Evrópuþjóða."

Írar felldu Lissabon-sáttmálann í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní á síðasta ári og í kjölfarið varð mikið uppnám innan Evrópusambandsins.

Aðeins tvö héruð af 43, Donegal Southwest og Donegal Northwest, í norðurhluta landsins voru á móti sáttmálanum núna, en í fyrra var honum hafnað með 53% atkvæða á landsvísu. Breytingin er því mikil.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert