ESB fært um að hlusta á fólkið

Fánar Írlands og Evrópusambandsins við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel …
Fánar Írlands og Evrópusambandsins við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel í dag. Reuters

For­seti Fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, José Manu­el Barroso óskaði Írum í dag til ham­ingju og þakkaði þeim fyr­ir að samþykkja Lissa­bon sátt­mál­ann í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni sem fram fór í gær. Áður hafa Írar hafnað sátt­mál­an­um einu sinni, í þjóðar­at­kvæðagreiðslu, en það var á síðasta ári.

„Þetta er stór­kost­leg­ur dag­ur fyr­ir Írland, þetta er stór­kost­leg­ur dag­ur fyr­ir Evr­ópu,“ sagði Barroso við blaðamenn eft­ir að ljóst varð að fylgj­end­ur Lissa­bon sátt­mál­ans höfðu haft bet­ur. „Ég vil þakka írsku þjóðinni fyr­ir þessa trausts­yf­ir­lýs­ingu,“ bætti Barroso við, en hann var stadd­ur í höfuðstöðvum Fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar í Brus­sel.

Hann sagðist vona að ekki tæki lang­an tíma úr þessu að staðfesta sátt­mál­ann í Tékklandi og Póllandi, ein­um tveim­ur ESB ríkj­un­um sem enn eiga eft­ir að samþykkja.

Stefnu­breyt­ing írsku kjós­end­anna sagði Barroso sýna að Evr­ópu­sam­bandið sé til­búið til að hlusta á efa­semd­ir al­menn­ings. Írar fengu trygg­ing­ar fyr­ir því, eft­ir að þeir höfnuðu sátt­mál­an­um í fyrra, að hann myndi ekki hafa áhrif á lyk­il­mála­flokka eins og hernaðarlegt hlut­leysi lands­ins eða lög­gjöf þess um fóst­ur­eyðing­ar og skatta.

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Jose Manu­el Barroso, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert