Flutningaskip strandaði við Svíþjóð

Flutningaskipið Arctic Sea.Arctic Sky er systurskip þess.
Flutningaskipið Arctic Sea.Arctic Sky er systurskip þess.

Flutningaskip strandaði undan ströndum Svíþjóðar í dag. Að sögn sænsku landhelgisgæslunnar er skipið í eigu sömu aðila og eiga flutningaskipið Arctic Sea, sem komst í heimsfréttirnar þegar því var rænt. Skipið var á leiðinni til Riga í Lettlandi til viðgerða þegar það strandaði.

Engar fréttir hafa borist af olíuleka og þá er ekki talin hætta á að skipið muni sökkva. Fram kemur í sænskum fjölmiðlum að skipið hafi rekist á stórgrýti þegar það sigldi röngu megin við vita.

Skipið heitir Arctic Sky og siglir undir fána Líberíu. Það var að flytja timbur frá Finnlandi til Egyptalands. Skemmdir skipsins eru ekki sagðar vera alvarlegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert