Segir Íra hafa samþykkt sáttmálann

Írar gengu til kosninga í gær.
Írar gengu til kosninga í gær. Reuters

Michael Martin, utanríkisráðherra Írlands, segir að svo virðist sem að írskir kjósendur hafi samþykkt Lissabon-sáttmálann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Endanleg niðurstaða kosninganna hefur hins vegar ekki verið kynnt með formlegum hætti.

„Ég er glaður fyrir hönd þjóðarinnar. Það lítur út fyrir sannfærandi sigur „Já-liða" að þessu sinni,“ sagði Martin í írska ríkisútvarpinu í dag.

rar höfnuðu Lissabon-sáttmálanum, sem kveður á um breytt skipulag og vinnulag í Evrópusambandinu, í þjóðaratkvæðagreiðslu 12. júní í fyrra. 53,4% kjósendanna greiddu þá atkvæði gegn honum.

Öll ríki ESB þurfa að staðfesta sáttmálann til að hann geti öðlast gildi. Írska stjórnin samþykkti að efna til annarrar atkvæðagreiðslu eftir að hafa knúið fram tilslakanir. Írar fá m.a. að halda sæti sínu í framkvæmdastjórninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert