Talið að Írar hafi samþykkt Lissabon-sáttmálann

Úrslitin í Írlandi verða kunn síðdegis.
Úrslitin í Írlandi verða kunn síðdegis.

Skoðanakannanir og óformlgar útgönguspár benda til þess að Írar hafi samþykkt Lissabon-sáttmálann í þjóðaratkvæði í gær. Talning atkvæða er að hefjast og búist er við úrslitum síðar í dag.

Írar höfnuðu sáttmálanum í þjóðaratkvæði fyrir hálfu öðru ári með 53,4% atkvæða gegn 46,6%. Írskir fjölmiðlar segja, að stór hluti kjósenda segist nú hafa breytt um afstöðu til stuðnings sáttmálanum.

Óformleg könnun stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Fine Gael, á viðhorfi kjósenda er þeir komu út af kjörstað bendir til þess, að 60% kjósenda hafi sagt já við sáttmálanum, að sögn írska útvarpsins, RTE.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert