Amadinejad af gyðingaættum?

Mahmoud Ahmadinejad.
Mahmoud Ahmadinejad. Reuters

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sem ítrekað hefur lýst andúð sinni á gyðingum og Ísrael og sagt helför gyðinga vera lygi, virðist sjálfur vera af gyðingaættum. Þetta fullyrðir breska blaðið Daily Telegraph.

Blaðið vísar m.a. til myndar, sem tekin var af Ahmadinejad í kosningum í mars 2008 þar sem hann heldur uppi vegabréfi sínu. Á myndinni sést að ættarnafn hans var áður  Sabourjian, sem er gyðinganafn. Fjölskylda hans hafi hins vegar tekið upp nafnið Amadinejad eftir að hafa tekið íslamstrú þegar Mahmoud var 4 ára. 

Telegraph segir, að Sabourjianættin búi í Aradan, heimahéraði Ahmadinejads. Nafnið sé á lista sem íranska innanríkisráðuneytið hafi tekið saman yfir nöfn sem ætluð séu írönskum gyðingum.   

Haft er eftir Ali Nourizadeh, starfsmanni Centre for Arab and Iranian Studies í London, að þessar upplýsingar skýri margt. „Allar fjölskyldur, sem skipta um trú, reyna að skipta um ímynd með því að fordæma gömlu trúna. Ahmadinejad er að reyna að vekja ekki grunsemdir með því að veitast að Ísrael. Hann telur sér vera ógnað í samfélagið róttækra sjía-múslima."

Telegraph segir að Íransforseti hafi ekki reynt að leyna því að fjölskylda hans skipti um nafn þegar hún fluttir til Teheran í lok sjötta áratugar síðustu aldar. En Ahmadinejad hefur hins vegar ekki haldið gamla nafninu á lofti.  

Um 20 þúsund gyðingar búa í Íran en þeim hefur fækkað mjög eftir klerkabyltinguna árið 1979.  

 Frétt Daily Telegraph 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka