Amadinejad af gyðingaættum?

Mahmoud Ahmadinejad.
Mahmoud Ahmadinejad. Reuters

Mahmoud Ahma­dinejad, for­seti Írans, sem ít­rekað hef­ur lýst andúð sinni á gyðing­um og Ísra­el og sagt hel­för gyðinga vera lygi, virðist sjálf­ur vera af gyðinga­ætt­um. Þetta full­yrðir breska blaðið Daily Tel­egraph.

Blaðið vís­ar m.a. til mynd­ar, sem tek­in var af Ahma­dinejad í kosn­ing­um í mars 2008 þar sem hann held­ur uppi vega­bréfi sínu. Á mynd­inni sést að ætt­ar­nafn hans var áður  Sa­bour­ji­an, sem er gyðing­a­nafn. Fjöl­skylda hans hafi hins veg­ar tekið upp nafnið Ama­dinejad eft­ir að hafa tekið íslamstrú þegar Mahmoud var 4 ára. 

Tel­egraph seg­ir, að Sa­bour­jia­nætt­in búi í Ara­dan, heima­héraði Ahma­dinejads. Nafnið sé á lista sem ír­anska inn­an­rík­is­ráðuneytið hafi tekið sam­an yfir nöfn sem ætluð séu ír­önsk­um gyðing­um.   

Haft er eft­ir Ali Nouriza­deh, starfs­manni Centre for Arab and Ir­ani­an Studies í London, að þess­ar upp­lýs­ing­ar skýri margt. „All­ar fjöl­skyld­ur, sem skipta um trú, reyna að skipta um ímynd með því að for­dæma gömlu trúna. Ahma­dinejad er að reyna að vekja ekki grun­semd­ir með því að veit­ast að Ísra­el. Hann tel­ur sér vera ógnað í sam­fé­lagið rót­tækra sjía-múslima."

Tel­egraph seg­ir að Írans­for­seti hafi ekki reynt að leyna því að fjöl­skylda hans skipti um nafn þegar hún flutt­ir til Teher­an í lok sjötta ára­tug­ar síðustu ald­ar. En Ahma­dinejad hef­ur hins veg­ar ekki haldið gamla nafn­inu á lofti.  

Um 20 þúsund gyðing­ar búa í Íran en þeim hef­ur fækkað mjög eft­ir klerka­bylt­ing­una árið 1979.  

 Frétt Daily Tel­egraph 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka