Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), heldur því fram að árangur geti náðst í Afganistan og að hermennirnir muni verða í landinu „eins lengi og það mun taka okkur að ljúka okkar starfi.“
Barack Obama Bandaríkjaforseti íhugar nú beiðni hershöfðingjans Stanley McChrystal um að sendir verði 40.000 fleiri bandarískir hermenn til landsins, til að styrkja þær hersveitir sem eru nú þegar í Afganistan. Spurður um þetta segir Rasmussen að það sé of snemmt að segja til um það hvað það þurfi að fjölga mikið í herliði NATO.
Rasmussen, sem var í viðtali á bresku sjónvarpsstöðinni Sky, kallaði jafnframt eftir því að NATO og Rússar hefji hernðarlega samvinnu.
Spurður um líkurnar á sigri í stríðinu í Afganistan segir hann: „Þetta er hægt og við munu ná árangri að því tilskyldur að við veljum réttar aðferðir [...] Við verðum að beita nýrri nálgun, við þurfum nálgun sem miðar að ná til almennings.“
Þrátt fyrir að hann telji of snemmt að segja nokkuð um fjölgun NATO-hermanna í landinu, þá segir hann að afganskar öryggissveitir gætu samanstaðið af 130.000 hermönnum og um 80.000 lögreglumönnum.