Sleppt af dauðadeild - lést í bílslysi

Michael Toney.
Michael Toney.

Fyrrum fanga, sem dvaldi í áratug á dauðadeild í Texas, lést í bílslysi um helgina réttum mánuði eftir að honum var sleppt úr fangelsi en mál hans var tekið upp að nýju eftir að lykilvitni breytti framburði sínum.

Michael Toney, 43 ára, lét lífið þegar bíll hans valt út af vegi í Texas á laugardag. Toney var dæmdur til dauða árið 1999 eftir að hafa verið fundinn sekur um að hafa komið fyrir sprengju í bíl sem varð þremur mönnum að bana árið 1985. 

Toney hélt fram sakleysi sínu alla tíð og áfrýjunardómstóll í Texas ógilti upphaflega dauðadóminn í byrjun september eftir að í ljós kom að saksóknarar höfðu skotið undan sönnunargögnum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert