Egypskum konum bannað að hylja líkamann

Egypsk kona í niqab á baðströnd í Alexandríu.
Egypsk kona í niqab á baðströnd í Alexandríu.

Einn helsti trúarleiðtogi Egyptalands, Mohamed Tantawi, rektor al-Azhar háskólans, segist ætla að gefa út tilskipun til að sporna við því að konur hylji líkama sinn að öllu leyti.

Færst hefur í vöxt að egypskar konur hylji líkama sinn allan með því að klæðast svonefndum niqab. Lengstum hafa þær látið duga að bera höfuðslæðu sem nær niður á herðar.

Tantawi segir það ekkert skylt við íslamska trú, að hylja sig. Athygli vakti um helgina er hann bað stúlku að fara úr niqab-búningi við heimsókn í menntaskóla fyrir stúlkur í Kairó. 

Blaðið al-Masri al-Yom hefur eftir klerknum, að hann hafi orðið undrandi á klæðnaði stúlkunnar og tjáð henni, að heilbúningurinn hefði enga skírskotun til trúarinnar eða Kóransins.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert