Eystri Landsréttur í Danmörku staðfesti í dag dóm undirréttar um að Peter Brixtofte, fyrrum borgarstjóri Farum, sæti 2 ára fangelsi fyrir fjársvik í embætti. Brixtofte segist ætla að áfrýja dómnum til danska hæstaréttarins.
Þetta er í annað skipti, sem Brixtofte er dæmdur í fangelsi fyrir umboðssvik. Hann var dæmdur í 2 ára fangelsi árið 2006 og hefur þegar afplánað þann dóm.
Málið, sem nú var dæmt í, er um ýmis brot Brixtofte í opinberu starfi. Hann var m.a. ákærður fyrir að drekka rýr rauðvín á kostnað bæjarfélagsins, taka ólögleg lán og leyna afar bágri fjárhagsstöðu Farum.