Leiðbeiningar gegn leka láku á netið

Leiðbein­ing­ar breska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins, um það hvernig kom­ast eigi hjá því að tölvuþrjót­ar, blaðamenn, njósn­ar­ar og aðrir óviðkom­andi fái upp­lýs­ing­ar um leyni­leg­ar aðgerðir, hafa nú lekið á netið. Leiðbein­ing­arn­ar, á 2400 síðum, eru nú birt­ar á vefn­um Wiki­leaks, þeim hinum sam­an og birti lána­skýrslu Kaupþings í sum­ar.

Í leiðbein­ing­un­um, sem bera yf­ir­skrift­ina Jo­int Services Protocol 440, er meðal ann­ars kafli um hvernig kom­ast eigi hjá því að skýrsl­ur frá ráðuneyt­inu leki á Wiki­leaks.

Lögð er áhersla á mik­il­vægi þess að vekja ekki at­hygli rann­sókn­ar­blaðamanna. Er rann­sókn­ar­blaðamennska skil­greind sem „ógn" ásamt er­lend­um njósna­stofn­un­um, glæpa­sam­tök­um, hryðju­verka­sam­tök­um og svik­söm­um starfs­mönn­um.

Skýrsl­an á Wiki­leaks

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert