Séð tvöfalt í Kína

Tví-, þrí- og fjórburar komu saman í Peking, höfuðborg Kína, til að fagna því að eiga systkini, en þar í landi eru ströng viðurlög við því að foreldrar eignist fleiri en eitt barn. Fjölburafæðingum í Kína hefur fjölgað nokkuð og telja læknar að frjósemislyf eigi þátt í því.

Samkvæmt kínverskum lögum mega borgarbúar ekki eignast fleiri en eitt barn. Lögin eru sveigjanlegri gagnvart þjóðernisminnihlutahópum og íbúum í dreifbýli, þ.e. hafi fyrsta barn þeirra verið stúlkubarn. 

Litið er á fjölburafæðingar sem blessun í Kína, ekki einvörðungu vegna þess að þá eignast börn systkini heldur snertir það einnig tekjuafkomu fjölskyldunnar í framtíðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert