Yfir 100 féllu í stórbardaga

Bandarískur hermaður sést hér skjóta á talibana í þorpinu Bargematal, …
Bandarískur hermaður sést hér skjóta á talibana í þorpinu Bargematal, sem er í Nuristan-héraði landsins í ágúst sl. Reuters

Að sögn NATO féllu yfir 100 talibanar í stórbardaga í Nuristan-héraði í austurhluta Afganistans á laugardag. Átta bandarískir hermenn féllu í átökunum, en ekki hafa fleiri bandarískir hermenn fallið í einum skotbardaga í rúmt ár.

Fram kemur á fréttavef Reuters að þetta sé einn stærsti bardagi NATO-hersveita í landinu í átta ár. Mörg hundruð bardagamenn, sem voru vopnaðir vélbyssum, rifflum og sprengjuvörpum, gerðu tilraun til að ráðast á útvarðarstöðvar NATO-hersveita.

Í yfirlýsingu frá NATO segir að mun fleiri hafi fallið en talið hefði verið í fyrstu. Bardaginn stóð yfir í 13 klukkustundir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert