Nemendur við St. John's stúlknaskólann í Carrigaline í Corksýslu á Írlandi hafa verið beðnir um að leggja skólanum til salernispappír. Er það liður í aðgerðum skólans til að mæta niðurskurði á ríkisframlögum til reksturs skólans.
Nemendur eiga því að venjast að koma með eigin nesti í skóla en óþekkt er að þeir séu beðnir um að taka þátt í rekstri með þessum hætti.
Skólastjórinn Catherine O'Neill staðfestir að hafa sent foreldrum nemendanna bréf þar sem farið er fram á að stúlkurnar komið öðru hverju með rúllu af salernispappír og afhendi umsjónarkennaranum sem deili þeim síðan út eftir þörfum.
O'Neill segir þessa leið farna svo takmarkað framlag til skólans nýtist betur til sjálfrar uppræðslunnar. Tilmæli hennar hafa fallið í misjafnan farveg hjá foreldrunum.