Um fjórðungur mannkyns múslímar

Múslímskur karlmaður á bæn ásamt syni sínum í borginni Manila …
Múslímskur karlmaður á bæn ásamt syni sínum í borginni Manila á Filippseyjum. Reuters

Sam­kvæmt nýrri skýrslu banda­rískr­ar hug­veitu er talið að um 1.570 millj­ón­ir mús­líma búi nú á jörðinni. Um 60% þeirra búi í Asíu. Skýrsla Pew For­um on Religi­on and Pu­blic Life var þrjú ár í vinnslu, en töl­urn­ar byggja á upp­lýs­ing­um frá 232 lönd­um og landsvæðum.

Í skýrsl­unni, sem má kynna sér nán­ar hér, kem­ur fram að 20% mús­líma búi í Mið-Aust­ur­lönd­um og Norður-Afr­íku.

Þá kem­ur fram að það búi fleiri mús­lím­ar í Þýskalandi held­ur en í Líb­anon, og fleiri í Rússlandi held­ur en í Jor­dan­íu og Líb­ýu sam­an­lagt.

Skýrslu­höf­und­ar vísa í um 1.500 heim­ild­ir, m.a. skýrsl­ur um íbúa­fjölda, lýðfræðileg­ar rann­sókn­ir og al­menn­ar rann­sókn­ir um fólks­fjölda.

Bri­an Grim, sem fór fyr­ir rann­sókn­inni, seg­ir í sam­tali við CNN-frétta­stöðina að heild­artal­an hefði komið á óvart. „Tal­an er hærri en við bjugg­umst við.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert