Um fjórðungur mannkyns múslímar

Múslímskur karlmaður á bæn ásamt syni sínum í borginni Manila …
Múslímskur karlmaður á bæn ásamt syni sínum í borginni Manila á Filippseyjum. Reuters

Samkvæmt nýrri skýrslu bandarískrar hugveitu er talið að um 1.570 milljónir múslíma búi nú á jörðinni. Um 60% þeirra búi í Asíu. Skýrsla Pew Forum on Religion and Public Life var þrjú ár í vinnslu, en tölurnar byggja á upplýsingum frá 232 löndum og landsvæðum.

Í skýrslunni, sem má kynna sér nánar hér, kemur fram að 20% múslíma búi í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku.

Þá kemur fram að það búi fleiri múslímar í Þýskalandi heldur en í Líbanon, og fleiri í Rússlandi heldur en í Jordaníu og Líbýu samanlagt.

Skýrsluhöfundar vísa í um 1.500 heimildir, m.a. skýrslur um íbúafjölda, lýðfræðilegar rannsóknir og almennar rannsóknir um fólksfjölda.

Brian Grim, sem fór fyrir rannsókninni, segir í samtali við CNN-fréttastöðina að heildartalan hefði komið á óvart. „Talan er hærri en við bjuggumst við.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka