Bresk yfirvöld hvetja nú eindregið þá Breta sem staddir eru í Gíneu til þess að yfirgefa landið hið fyrsta vegna átaka þar sem mótmæli stuðningsmanna stjórnarandstöðunar hafa verið barin niður af hörku.
Samkvæmt opinberum tölum Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasamtaka féllu yfir 150 manns í átökunum sem brutust út 28. september þar sem hersveitir hófu skothríð á óvopnaðan mannfjölda sem safnast hafði saman á íþróttaleikvangi í höfuðborginni Conakry til að mótmæla stjórn herforingjans Moussa Dadis Camara.
„Við ráðleggjum breskum ríkisborgurum að yfirgefa Gíneu nema þeir hafi mjög brýna ástæðu til að vera um kyrrt,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.