Flugfélagið Air Greenland er að skoða möguleika á því að taka upp flug milli Narsarsuaq á Suður-Grænlandi og Reykjavíkur allan ársins hring. Hugmyndin er að hefja flugið þegar félagið fær nýja Dash-8 flugvél, em er sömu tegundar og ný flugvél Landhelgisgæslunnar.
Michael Binzer framkvæmdastjóri Air Greenland sagð í samtali við fréttavefinn sermitsiaq.gl að verið sé að skoða það að fækka áætlunarferðum milli Narsarsuaq og Kangerlussuaq um eina yfir veturinn og fara þá til Reykjavíkur.
Með því verður flugleiðin opin allt árið. Binzer telur það rétta ákvörðun því sterk bönd séu milli Íslands og Suður-Grænlands.