Obama fær friðarverðlaunin

00:00
00:00

Barack Obama for­seti Banda­ríkj­anna fær friðar­verðlaun Nó­bels í ár. Thor­bjørn Jag­land, formaður norsku Nó­bel­nefnd­ar­inn­ar, til­kynnti um hand­hafa friðar­verðlaun­anna í Ósló í morg­un. Obama fær verðlaun­in fyr­ir að stuðla að sam­vinnu milli manna, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni.

Nó­bel­nefnd­in nefn­ir einkum starf Obama á sviði mann­rétt­inda og tak­mörk­un á kjarn­orku­vopn­um sem ástæðu út­nefn­ing­ar­inn­ar. Þá nefndi Jag­land einnig starf Obama að um­hverf­is­mál­um.

Það er afar sjald­an, sem einn maður hef­ur í sama mæli og Obama náð að fanga at­hygli heims­ins og veita fólki von um betri framtíð," seg­ir m.a. í rök­stuðningi verðlauna­nefnd­ar­inn­ar.  „Stefna hans bygg­ist á þeirri hug­mynd, að þeir sem axla leiðtoga­hlut­verk í heim­in­um verði að gera það á grund­velli gilda og viðhorfa, sem meiri­hluti mann­kyns deil­ir." 

Nýi friðar­verðlauna­haf­inn var val­inn fyr­ir tveim­ur dög­um. Hann var val­inn úr hópi 205 kandi­data og er það met í til­nefn­ing­um til verðlaun­anna.

Rit­ari Nó­bel­nefnd­ar­inn­ar, Geir Lundestad, hafði sam­band við ör­ygg­isþjón­ustu lög­regl­unn­ar áður en ákvörðunin var tek­in af ótta við leka. Sam­kvæmt ráðlegg­ing­um ör­ygg­isþjón­ust­unn­ar tók nefnd­in loka­ákvörðun­ina bak við niður­dreg­in glugga­tjöld og farsím­arn­ir voru geymd­ir frammi á gangi og slökkt á þeim.

Barack Obama
Barack Obama Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka