Undrandi og auðmjúkur

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segist bæði vera undrandi og auðmjúkur vegna þess að hann hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Hann sagðist gera sér grein fyrir því, að þetta væri ekki viðurkenning á  þeim árangri sem hann hefði náð heldur staðfesting á því að litið sé til Bandaríkjanna til að uppfylla vonir fólks um allan heim. 

Obama gekk út á grasflötina í Rósagarðinum við Hvíta húsið nú síðdegis og sagðist efast um að hann ætti þann heiður skilinn, að ganga í raðir þeirra sem hlotið hafa friðarverðlaunin. 

„En ég þigg verðlaunin og lít á þau sem hvatningu til þjóða heims að takast á við þau sameiginleg verkefni sem framundan eru á 21. öldinni," sagði Obama og bætti við að hann myndi halda áfram að knýja á um lausn alþjóðlegra viðfangsefna á borð við að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og útbreiðslu kjarnavopna og reyna að setja niður deilur í Miðausturlöndum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka