Leitin að Madeleine í Svíþjóð

Mynd af Madeleine McCann fyrir utan húsið á Praia þar …
Mynd af Madeleine McCann fyrir utan húsið á Praia þar sem hún hvarf. Hugo Correia

Einkaspæjarar á vegum foreldra Madeleine McCann, stúlkunnar sem hvarf þegar hún var í sumarleyfi með foreldrum sínum á Portúgal í maí 2007, leita nú að stúlku sem sást á bílasýningu í Svíþjóð fyrir um viku síðan. Tölvuforrit greindi myndir af stúlkunni þannig að um Madeleine gæti verið að ræða.

Lögreglan í Svíþjóð aðstoðar við málið, samkvæmt frásögn breska blaðsins The Sun. Á vefsíðunni findmadeleine.com bárust ábendingar um að stúlkan hefði verið sláandi lík Madeleine auk þess sem hún hefði talað fullkomna ensku, en kona og karl sem hún ferðaðist með, ekki. Þau bárust undan því að vera mynduð á bílasýningunni sem fór fram í Stokkhólmi.

Þrátt fyrir ákafa leit af Madeleine frá því hún hvarf hafa ekki komið fram skýrar vísbendingar um hvort hún er á lífi eða ekki. Foreldrarnir, Gerry og Kate, hafa ákveðið að eyða öllu lífi sínu í að upplýsa um hvað varð um stúlkuna þeirra. Gerry hefur sagt að fyrir honum hafi opnast dyr að nýjum heimi þegar stúlkan hvarf. Mannshvörf og mansalsiðnaður væri miklu umfangsmeiri en hann hefði getað ímyndað sér. Þeirra saga gæti vonandi vakið athygli á vandanum.

Gerry og Kate munu á næstu dögum fara í sameiningu til Praia á Portúgal, í Algarve héraðinu, þar sem Madeleine hvarf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert