Nýtt met er slegið í ár þegar alls 5 konur taka við Nóbelsverðlaunum fyrir ýmis afrek, en fyrra metið féll árið 2004 þegar 3 konur hlutu verðlaunin. Tilkynnt var í dag að fimmta konan, Elinor Ostrom, væri meðal verðlaunahafa en hún hlýtur þau fyrir afrek sín í hagfræði og er jafnframt fyrsta konan til að fá Nóbelinn á því sviði.
Í síðustu viku var tilkynng Þjóðverjinn Herta Mueller hlyti Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, en áður hafði Ísraelin Ada Yonath hlotið verðlaunin ásamt tveimur kollegum sínum fyrir rannsóknir í efnafræði.
Hinar tvær konurnar eru hin ástralsk-bandaríska Elizabeth Blackburn og Carol Greider frá Bandaríkjunum, sem voru veitt Nóbelsverðlaunin í læknisfræði ásam vísindamanninum Jack Szostak.
Eins og áður segir höfðu áður mest þrjár konur fengið Nóbelsverðlaun á sama árinu en það var árið 2004. Fyrsta konan sem veitt var Nóbelsverðlaun var Marie Curie, sem hún deildi ásamt eiginmanni sínum Pierre og vísindamanninum Antoine Henri Becquerel fyrir uppgötvanir þeirra í eðlisfræði árið 1903.
Marie Curie er jafnframt eina konan sem hlotið hefur tvenn Nóbelsverðlaun, því árið 1911 voru henni veitt verðlaunin í efnafræði. Alls hafa 40 konur hlotið verðlaunin 41 sinni síðan til þeirra var stofnað.