Bólusetning hafin í Svíþjóð

Bólusetningar vegna svínaflensunnar eru hafnar í Svíþjoð.
Bólusetningar vegna svínaflensunnar eru hafnar í Svíþjoð. Reuters

Bólusetning gegn svínaflensu hófst í dag í Svíþjóð. Starfsfólk háskólasjúkrahússins í Malmö varð fyrst til að fá bólusetningar og síðar í vikunni eða í byrjun þeirrar næstu verður boðið upp á bólusetningar á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum um allt land. 

Sænsk stjórnvöld hafa lagt til hliðar 1 milljarð sænskra króna, jafnvirði 18 milljarða íslenskra króna, til að greiða fyrir bólusetninguna. Þær verða boðnar án endurgjalds.  Kannanir benda til þess, að 50-70% Svía ætli að láta bólusetja sig en stjórnvöld segja, að nauðsynlegt sé að bólusetja 80% landsmanna til að koma í veg fyrir flensufaraldur. Tveir hafa þegar látist í Svíþjóð af völdum svínaflensunnar.

Svíar keyptu 18 milljónir skammt af bóluefni hjá breska lyfjaframleiðandanum GlaxoSmithKline en nauðsynlegt kann að vera að bólusetja hvern einstakling tvisvar. Svíar eru 9,3 milljónir talsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert