Yfirvöld í Mexíkó hafa lokað ríkisreknu orkufyrirtæki vegna gríðarlegs tapreksturs. Um 40.000 starfsmenn unnu hjá fyrirtækinu og viðskiptavinir þess voru um 25 milljónir.
Alríkislögreglumenn fóru inn á skrifstofur fyrirtækisins Luz y Fuerza del Centro, sem sá um orkudreifingu. Að sögn yfirvalda var tapreksturinn mjög mikill. Felipe Calderon, forseti Mexíkó, segir að fyrirtækið hafi ekki getað staðið undir sér fjárhagslega.
Stjórnvöld í Mexíkó vinna nú að því að skera niður útgjöld ríkisins til að vega á móti minni olíutekna, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins.