Bankamaður ávíttur fyrir kynþáttahatur

Thilo Sarrazin
Thilo Sarrazin Reuters

Mjög háttsettur starfsmaður Seðlabanka Þýskalands hefur verið ávíttur og leystur undan ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir bankann vegna ummæla sem hann viðhafði um Araba og Tyrki. Mikil reiði greip um sig í Þýskalandi vegna ummælanna sem hafa verið túlkuð sem kynþáttahatur.

Thilo Sarrazin, sem er einn þeirra sex sem sitja í bankaráði Bundesbank, var leystur frá hluta starfa sinna hjá bankanum. Fær hann nú einungis að koma að upplýsingatækniverkefnum og áhættustýringu á vegum bankans.

Sarrazin, 64 ára, er pólitískt skipaður í bankaráðið og sem slíkur er ekki hægt að reka hann frá störfum hjá bankanum af aðalbankastjóra hans, Axel Weber. Þrátt fyrir að Sarrazin hafi beðið afsökunar á ummælum sínum hefur hann neitað að láta af störfum.

Í viðtali við menningartímaritið  Lettre International, sagði Sarrazin að Tyrkir væru að leggja Þýskaland undir sig á sama hátt og Kósóvóar lögðu Kósóvó undir sig með hárri fæðingartíðni.

„Mikill fjöldi Araba og Tyrkja í þessari borg (Berlín) skila engri annarri framleiðni nema að selja ávexti og grænmeti," bætti hann við.

„Ég virði ekki fólk sem lifir á ríkinu, hafnar ríkinu og mistekst að gera nóg til þess að börn þeirra fái notið menntunar og framleiðir stöðugt litlar stúlkur huldar blæju." „Það er tilfellið með 70% þeirra Tyrkja sem búa í Berlín og 90% Arabanna."

Það voru ekki bara Tyrkir og Arabar sem reiddust ummælum seðlabankamannsins heldur greip um sig almenn reiði í þýsku þjóðfélagi. Meðal annars sagði Stephan Kramer, sem er einn æðsti yfirmaður gyðinga í Þýskalandi að ummælin minntu helst á hugmyndir nasista.

Mótmælt fyrir utan Seðlabanka Þýskalands
Mótmælt fyrir utan Seðlabanka Þýskalands Reuters
Mótmælt fyrir utan Seðlabanka Þýskalands
Mótmælt fyrir utan Seðlabanka Þýskalands Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert