Bann við fóstureyðingum virkar ekki

Um 6 milljónir kvenna í Indlandi gangast undir áhættusamar fóstureyðingar …
Um 6 milljónir kvenna í Indlandi gangast undir áhættusamar fóstureyðingar utan heilbrigðiskerfisins á ári hverju. JAYANTA SHAW

Þótt takmarkanir séu settar á aðgengi að löglegum fóstureyðingum dregur það ekkert úr þeim fjölda kvenna sem reyna að binda endi á þunganir, samkvæmt nýrri könnun. 

Niðurstöðurnar sýna að um það bil jafnmargar konur sækja fóstureyðingu á svæðum þar sem það er löglegt eins og á svæðum þar sem lagalegar takmarkanir eru hvað mestar. Bætt aðgengi að getnaðarvörnum virðist hinsvegar haft þau áhrif að fóstureyðingum fari fækkandi undanfarin áratug. 

Fjöldi áhættusamra fóstureyðinga, sem eru fyrst og fremst þær ólöglegu,  hefur hinsvegar nokkurn veginn staðið í stað síðustu 10 ár. Könnunin var framkvæmd af Guttmacher stofnuninni í Bandaríkjunum og náði til 197 landa.

Á 10 ára tímabili hefur orðið tilslökun í lögum um fóstureyðingar í alls 19 löndm en 3 aðeins lönd hafa hert lögin.  Þrátt fyrir að þróunin sé því í átt til meira frjálsræðis búa enn um 40% kvenna í heiminum við afar takmarkaða möguleika þegar kemur að fóstureyðingu. Jafnvel í löndum þar sem fóstureyðingar eru löglegar getur aðgengi og kostnaður verið stór hindrun, til dæmis í Indlandi, þar sem um 6 milljónir kvenna gangast árlega undir fóstureyðingu utan heilbrigðiskerfisins. 

Árlega deyja á að giska 70.000 konur vegna óöruggra fóstureyðinga sem leyðir til þess að um 250.000 börn missa móður sína vegna þessa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert