„Kafka" í breska þinginu

Breska þinghúsið í London.
Breska þinghúsið í London. Reuters

Breska blaðið Guardian segir að því hafi verið bannað að fjalla um fyrirspurn, sem lögð var fram á breska þinginu. Blaðið ætlar síðar í dag að fara fram á dómsúrskurð um málið, sem það segir minna á sögur rithöfundarins Franz Kafka.

Guardian segir að sér sé ekki heimilt að nefna fyrirspurn, sem þingmaður lagði fram á þinginu og ætlast er til að tiltekinn ráðherra svari síðar í október. Segist blaðið ekki mega nefna spurninguna, þingmanninn, ráðherrann og ekki heldur hvers vegna fréttabannið hafi verið sett.

Þetta þykir mjög óvenjulegt þar sem þingstörf fara yfirleitt fram fyrir opnum tjöldum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert