Skuldir hins opinbera námu 1.758 milljörðum evra á Ítalíu í ágúst og hafa aldrei verið jafn miklar, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Ítalíu. Skuldir hins opinbera sem hlutfall af vergri landsframleiðslu eru hvergi jafn miklar í ríkjum Evrópusambandsins og á Ítalíu. Áætlanir ríkissjóðs gera ráð fyrir að þær verði 115,1% í ár og 117,3% á næsta ári.
Samkvæmt nýrri skýrslu seðlabankans hafa opinberar skuldir aukist um 4,78 milljarða evra frá því í maí sem þýðir að skuldaaukningin er 1,6 milljarðar evra á mánuði á síðasta ársfjórðungi eða um 400 milljónir evra á viku.
Í ágúst í fyrra námu opinberar skuldir ítalska ríkisins 1.666,6 milljörðum evra.