Umdeildur Sarkozy

Jean Sarkozy ásamt flokksfélaga í UMP flokknum, Marie-Cecile Menard.
Jean Sarkozy ásamt flokksfélaga í UMP flokknum, Marie-Cecile Menard. AP

Sonur Nicolas Sarkozys Frakklandsforseta segist verða fyrir ofsóknum vegna ætternis síns en deilt hefur verið um væntanlega ráðningu þessa 23 ára háskólanema sem umsjónarmanns La Defense, helsta fjármálahverfis Frakklands.  Yfir 40.000 manns hafa undirritað áskorun á netinu þar sem hann er hvattur til að gefa ekki kost á sér í embættið. 

Jean Sarkozy hefur verið uppnefndur Jean prins af vinstrisinnuðum fjölmiðlum en pólitískir bandamenn forsetans hafa stutt soninn, lofa þroska hans og segja hann hafa hann hafa fullan rétt til að stefna á pólitískan frama. 

„Að vera sonur forsetans á ekki að veita umframréttindi en á ekki heldur að draga úr þeim,“  segir talsmaður frönsku stjórnarinnar, Luc Chatel.

Sjálfur segir Jean Sarkozy að nafn hans flækist fyrir honum og að hann verði fyrir persónulegum árásum. Forsetasonurinn er á öðru ári í laganámi en í fyrra var hann kosinn bæjarfulltrúi í Neuilly, ríku úthverfi Parísar þar sem faðir hans braust til pólitískrar frægðar fyrir 30 árum.  

„Hver trúir því að stöðuveiting til drengs á öðru ári í lagaskóla sem gerir hann ábyrgan fyrir milljörðum evra La Defense-hverfisins sé hægt að rekja til verðleika hans og ekki nafns?“  spyr vinstriblaðið Liberation.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka