Alls hafa fundist lík 1.115 manns á eyjunni Súmötru eftir að jarðskjálfti upp á 7,6 stig reið yfir indónesísku eyjuna þann 30. september sl. Í gær voru fórnarlömbin tala vera 800 talsins en sífellt fleiri lík finnast í rústum húsa í þorpum á eyjunni. Jafnframt hafa fjölskyldur fjölmargra sem grófust undir aurskriðum gefið upp alla von um að ættingjar þeirra eigi eftir að finnast á lífi og þeir því opinberlega skráðir látnir.
Talið er að um eitt hundrað byggingar hafi eyðilagst í skjálftanum og er um hálf milljón íbúa Súmötru heimilislaus.